Frauðplast og burðarvirki brann
Slökkviliðsmenn hafa ráðið niðurlögum elds í nýbyggingu við Vatnsnesveg. Eldurinn var í frauðplasti í kjallara og einnig brann eitthvað af burðarvirki undir gólfplötu ásamt flekamótum.Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri, sagði tjónið vera á um 50 fermetra svæði í kjallara hússins, sem nú er að rísa að Vatnsnesvegi.