Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Franskir sjóliðar streyma í Voga
Það verður örugglega stuð á pöllunum í Vogum síðdegis - þó kvenfélagið sé farið til Spánar.
Föstudagur 29. maí 2015 kl. 11:37

Franskir sjóliðar streyma í Voga

- kvenfélagskonur sendar til Spánar

Franskir sjóliðar af freigátunni Larouche Tréville munu streyma í Voga nú síðdegis til að leika rugby við landslið Íslands en leikurinn fer fram á velli Þróttar í Vogum kl. 18.

Heimamenn í Vogum beittu mikilli herkænsku gegn Frökkunum og vilja alls ekki að frönsku sjóliðarnir séu að blikka kvenþjóðina í Vogum. Þannig eru kvenfélagskonur í Kvenfélaginu Fjólu í Vogum farnar til Spánar og verða því víðsfjarri þegar sjóliðarnir þramma í bæinn í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024