Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Franskir reyndu að skoða marhnúta í myrkri
Frá hafnarsvæðinu í Njarðvík. Þar reyndu franskir ferðamenn að skoða marhnúta í myrkri.
Þriðjudagur 12. mars 2013 kl. 09:03

Franskir reyndu að skoða marhnúta í myrkri

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í fyrrakvöld tilkynning um grunsamlegar mannaferðir við höfnina í Njarðvík. Þar væru tveir einstaklingar um það bil 16 til 18 ára að sniglast í kringum skipin. Það fylgdi sögunni að þeir væru fljótir að fela sig yrðu þeir varir við hreyfingu við bryggjuna.

Lögregla fór á vettvang og fann mennina. Reyndust þar vera á ferðinni tveir franskir ferðamenn, sem dvöldu á tilteknu hóteli. Tilgangur þeirra með næturröltinu var að athuga hvort þeir gætu séð marhnúta í myrkri, að því er þeir tjáðu lögreglumönnum. Þeir héldu síðan á hótel sitt að lokinni þessari rannsóknarvinnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024