Framvísaði skilríkjum annars manns
Karlmaður sem kom til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn nýverið varð uppvís að því að framvísa skilríkjum í eigu annars manns. Þegar lögreglan á Suðurnesjum ræddi við hann viðurkenndi hann að hann ætti ekki umrædd skilríki. Þau væru í eigu annars manns sem hann þekkti ekki. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð.
Málið er í rannsókn.