Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Framvísaði ökuskírteini bróður síns
Föstudagur 17. október 2014 kl. 09:36

Framvísaði ökuskírteini bróður síns

– og hélt því stöðugt fram að hann væri bróðir sinn

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í gærdag afskipti af ökumanni vegna gruns um að hann æki sviptur ökuréttindum. Maðurinn var ekki lengi að snara fram ökuskírteini, en það reyndist við skoðun ekki vera hans skírteini heldur bróður hans. 

Hann stóð þó á því fastar en fótunum að hann væri bróðirinn, þar til að hann viðurkenndi loks að vera sá sem hann er í raun. Hann var færður á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla vegna brotanna.
 

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25