Framvísaði fölsuðu ökuskírteini
Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af vegna hraðaksturs um helgina framvísaði erlendu ökuskírteini sem leit grunsamlega út við fyrstu sýn. Lögregla haldlagði því skírteinið og kom því til skilríkjasérfræðings embættisins til athugunar. Hann staðfesti að ökuskírteinið væri grunnfalsað.
Auk hraðaksturins er ökumanninum því gefið skjalafals að sök.
Auk hraðaksturins er ökumanninum því gefið skjalafals að sök.