Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framúrskarandi verkefni sem eru öðrum til eftirbreytni
Verðlaunahafar og þeir sem hlutu sérstakar viðurkenningar og var tekin í blíðunni á Keflavíkurtúninu við Duus-húsin á þriðjudaginn. VF/Hilmar Bragi
Föstudagur 16. júní 2023 kl. 06:28

Framúrskarandi verkefni sem eru öðrum til eftirbreytni

Græna teymi skólans, börn, kennarar og matráðar Tjarnarsels hljóta Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar fyrir verkefnið „Gróðurhús í grænum skóla er áskorun og ævintýri“. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Duus safnahúsum síðdegis á þriðjudag.

Hvatningarverðlaunin eru veitt fyrir störf eða verkefni sem þykja skara fram úr og eru öðrum til eftirbreytni. Það var Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður fræðsluráðs Reykjanesbæjar, sem afhenti verðlaunin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrjú verkefni hlutu sérstakar viðurkenningar við sama tækifæri en sautján verkefni voru tilnefnd til hvatningarverðlauna ráðsins, þ.e. eitt verkefni frá hverjum leik- eða grunnskóla í bæjarfélaginu.

Þau verkefni sem hlutu sérstaka viðurkenningu voru „Nýheimar - námsúrræði fyrir börn á flótta“ en það eru þau Friðþjófur Helgi Karlsson og Helena Bjarndís Bjarnadóttir frá Háaleitisskóla sem standa að því verkefni. Verkefnið „Jóga og núvitund í vettvangsferðum“ sem Sigurbjörg Eydís Gunnarsdóttir frá leikskólanum Gimli fékk einnig sérstaka viðurkenningu. Þá hlaut Ingvi Þór Geirsson sérstaka viðurkenningu fyrir verkefnið „fjármálafræðsla í 10. bekk“ sem hann er að vinna með í Njarðvíkurskóla.

Nánar verður fjallað um hvatningarverðlaunin á vf.is og í Suðurnesjamagasíni á vf.is á fimmtudaginn.