Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framtíðin björt á Suðurnesjum segir Húsasmiðjuforstjóri
Laugardagur 5. apríl 2008 kl. 13:27

Framtíðin björt á Suðurnesjum segir Húsasmiðjuforstjóri

Húsasmiðjan/Blómaval flutti í gær í nýtt húsnæði að Fitjum í Reykjanesbæ en verslunin hefur síðustu tólf ár verið við Iðavelli í Keflavík. Í formlegri opnun í gær sagði Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar að reksturinn hafi alltaf gengið vel á Suðurnesjum og því hafi ekki komið til greina annað en að stækka verslunina því framtíðin væri björt á svæðinu.
Verslun Húsasmiðjunnar og Blómavals er samtals í 1700 fermetra húsnæði og er það skemmtilega innréttað. Árni Júlíusson, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar sagði að viðtökur hafi verið frábærar og það hefði verið full búð allan opnunardaginn. Magnús Magnússon, markaðsstjóri verslunarinnar sagði til að mynda að 15 grill sem hefðu verið boðin á opnunartilboði hefðu selst á fyrsta klukkutímanum opnunardaginn. „Við ákváðum því að bæta við nokkrum tugum grilla í tilefni af góðum mótttökum í nýju búðinni,“ sagði Magnús.
Fjöldi gesta var í opnunarhófinu en Rúnar Júlíusson, Suðurnesjarokkari setti punktinn yfir i-ið með því að syngja „Pabbi þarf að vinna í nótt“ og var í takt við fjörið síðustu dagana fyrir opnunina á nýja staðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Sjá viðtal Páls Ketilssonar við Stein Loga Björnsson, forstjóra og Árna Júlíusson, rekstrarstjóra í VefTV Víkurfrétta.


Efsta mynd: Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Steinn Logi Björnsson, forstjóri söguðu saman opnunarplanka við opnun verslunarinnar á nýja staðnum.

Steinn Logi og Rúnar Júlíusson glaðbeittir saman eftir söng rokkarans.

Fjöldi gesta var við formlega opnunina.