Framtíðaruppbygging tómstundatorgs á Vallarheiði
Í dag var undirritaður samstarfssamningur á milli Reykjanesbæjar, Háskólavalla og Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar um framtíðaruppbyggingu tómstundatorgs á Vallarheiði.
Reykjanesbær mun taka virkan þátt í að móta skipulagshugmyndir um svæðið en þar má finna Listasmiðju (Keilisbraut 774) sem nú þegar er nýtt undir margvíslega menningarstarfsemi, innileikvöll (bygging 778), fjölnota hús (bygging 770) og fyrrum keilusal (bygging 771).
Verkefnið er unnið í samvinnu íþrótta- og tómstundasviðs og menningarsviðs Reykjanesbæjar.
Samkomulagið miðast við að Reykjanesbær muni starfrækja til reynslu fyrsta vísi að fyrrnefndu Tómstundatorgi í byggingum 770 og 778 í þrjá mánuði, eða til loka maí 2009. Í framhaldi verður samkomualagið endurskoðað og mótað til framtíðar. ?
Mynd: frá undirritun samningsins í dag