Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framtíðarsýn Reykjanesbæjar
Föstudagur 3. febrúar 2012 kl. 10:54

Framtíðarsýn Reykjanesbæjar

Framtíðarsýn Reykjanesbæjar til ársins 2015 var kynnt á síðasta bæjarstjórnarfundi en í henni eru tilteknir nær allir þættir í starfsemi bæjarfélagsins. Síðari umræða um framtíðarsýnina verður á bæjarstjórnarfundi sem verður í næstu viku. Hér getur að líta nokkur atriði úr Framtíðarsýn Reykjanesbæjar til ársins 2015:

Hljómahöllin kláruð 2015

Hljómahöllin mun sinna margs konar hlutverki þegar henni er að fullu lokið. Í henni verður félagsheimili, tónleikasalur, tónlistarskóli og sýningarhús. Byggingu hennar verður lokið í þremur áföngum sem skiptist þannig: Stapinn 2012, Tónlistarskólinn 2012-2013 og poppminjasýningin 2012-2014.
Þarna verður framtíðaraðstaða Tónlistarskólans en hann er stærsti tónlistarskóli landsins með um 800 nemendur. Þarna verða líka fjöldi tónlistarsala, upptökuaðstaða og einstök sýning á íslenskri popptónlist og helstu áhrifavöldum hennar.
Heildarkostnaður við endurnýjun og stækkun Stapans, nýbyggingu tónlistarsýningar með popp- og rokkminjasafni, nýjum tónlistarskóla og aðstöðusköpun m.a. á Ásbrú er samtals um 2 milljarðar kr. Þegar hafa verið lagður um 1,5 milljarður í framkvæmdir.

Framkvæmdir við bryggjuhús
Framkvæmdir við bryggjuhús í Duus-húsalengjunni innanhúss hófust nýlega og eru á áætlun til ársins 2014. Þá er gert ráð fyrir að opna sögu bæjarins í tengslum við 20 ára afmæli Reykjanesbæjar. Þá er gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir við endurgerð Gömlu búðar árið 2015

Tvær tónlistarhátíðir
Undirbúningur að tveimur sérstökum tónlistarhátíðum verður settur af stað í samvinnu við starfandi tónlistarmenn úr ýmsum áttum. Á annarri hátíðinni verður byggt á hefðinni „Bítlabærinn“ og popptónlisitn höfð í fyrirrúmi og á hinni verður klassíkin, jafnvel óperan í fyrirrúmi. Stapinn yrði aðal miðstöðin í þessum hátíðum en þó kæmi annað húsnæði í bæntum einnig til nota. Stefnt er að fyrstu hátíðinni í mars 2013.

Parket á B-salinn í Íþróttahúsi Keflavíkur
Nýtt gólfefni verður lagt á B-salinn í Íþróttahúsi Keflavíkur. Notast verður við sams konar gólfefni og sett var á A-salinn. Leitað verður eftir góðu samstarfi við körfuknattleiksdeild Keflavíkur við framkvæmd verkþátta. Ekki er talað um tímasetningu í þessu sambandi.

Fleiri krakkar í ókeypis sund
Áfram verða notaðar margvíslegar leiðir og verðlaunaleikir til að hvetja börn til þess að koma í sund og minna þau og foreldra þeirra að það er frítt í sundlaugarar í Reykjanesbæ fyrir grunnskólanemendur. Gerð verður langtímaáætlun um bætta aðstöðu í Sundmiðstöðinni með því að skipta út leiktækjum og setja upp ný. Samkvæmt nýlegri BS ritgerð Þórunnar Magnússóttur, íþróttakennara kom í ljós að aðsókn barna sem ekki æfa íþróttir hafði aukist um tæplega 7 þús. börn frá því að gefið var frítt í sund árið 2006.



Meira líf við Hafnargötuna - nýtt torg
Unnið verði að því að glæða Hafnargötuna og umhverfi hennar með því að birkja og bæta opin svæði. Torg hafa í aldaraðir gegnt mikilvægu hlutverki í borgum og bæjrum. Svæði mili Félagsbíós og Hafnargötu 26 verður þróað sem torg þar sem íbúar geti notið samveru í notalegu umhverfi í hjarta bæjarins. Árstíðabundna viðburði má tengja við svæðið t.d. jólatorg og markaði.

Sjósport á Fitjum
Í tengslum við sjóvarnargarðinn og leirurnar á Fitjum í Njarðvík verði unnið að aðstöðu til útivistar, s.s. sjósport, sjósund og fuglaskoðun á leirunum. Þá verði unnið að bættu umhverfi við ströndina á Fitjum, gerð göngubryggju og fuglaskoðunaraðstöðu á leirunum. Gert er ráð fyrir þessum framkvæmdum 2013-14.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024