Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framtíðarsýn Miðnesheiðar kynnt
Mánudagur 18. september 2017 kl. 07:00

Framtíðarsýn Miðnesheiðar kynnt

- svæðið býður upp á fjölmörg atvinnutækifæri

Síðastliðinn fimmtudag boðuðu fulltrúar Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs til fundar í Hljómahöll vegna sameiginlegrar sýnar á þau svæði sem eru á Miðnesheiði og eru næst flugvellinum. Þessi svæði eru meðal annars talin henta vel undir margs konar atvinnustarfsemi sem tengjast flugvellinum.

Elín Árnadóttir og Pálmi Freyr Randversson kynntu framtíðarsýn Isavia á fundinum og héldu stutt erindi um það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fulltrúum bæjarfélaga á Suðurnesjunum var boðið á fundinn til þess að hlýða á tvo fulltrúa frá Schiphol Airport Development Company (SADC) í Hollandi en það fyrirtæki hefur í rúm 30 ár unnið með og fyrir sveitarfélög í næsta nágrenni við Schiphol flugvöllinn en hann er sá fimmti stærsti í Evrópu.

Fundarmenn voru ánægðir með það sem gestirnir frá Hollandi höfðu fram að færa og munu sveitarfélögin þrjú, í samvinnu við fleiri aðila halda áfram að vinna að sameiginlegri sýn fyrir uppbyggingu og þróun svæðisins í kringum Keflavíkurflugvöll. Ólafur Þór Ólafsson situr í stjórn Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum og hann segir að það hafi verið ánægja með heimsóknina. „Við erum mjög ánægð með heimsóknina, við lærðum margt og vonumst til þess að hún verði okkur gott veganesti í þessu mikilvæga verkefni.“