Framtíðarsjóður Sveitarfélagsins Garðs áfram til umræðu
Fulltrúar S-lista og Bæjarlistans lögðu sameiginlega fram bókun vegna Framtíðarsjóðs Sveitarfélagsins Garðs á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar.
Í bókuninni segir: „S-listinn og Bæjarlistinn leggja til að málefni Framtíðarsjóðs Sveitarfélagsins Garðs verði sett á dagskrá í bæjarráði til frekari umræðu. S-listinn og Bæjarlistinn undrast að meirihlutinn hafi frestað umræðu um sjóðinn á síðasta bæjarráðsfundi í stað þess að vísa málinu áfram í ráðinu eins og fulltrúar S og O lista óskuðu eftir á fundinum. Full þörf er á að ræða tilgang sjóðsins og notagildi hans til framtíðar.“
B- og D- listi brugðust við bókuninni með því að leggja fram eftirfarandi bókun:
„Alltaf stóð til að halda umfjöllun á málinu áfram, enda var málinu frestað og alls ekki vísað frá. Við samþykkjum því að halda umræðu um málið áfram.“