Framtíðarnýting varnarsvæðis: Samkeppnishæfni lakari vegna hárrar gjaldtöku ríkisins
Fjárfestingarstofan hefur í samstarfi við sveitarfélögin Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ og Garð haft frumkvæði að því að láta vinna athugun á samkeppnishæfni alþjóðaflugvallar og atvinnuuppbyggingu í nærumhverfi Keflavíkurflugvallar.
Hestu niðurstöður skýrslunnar eru m.a. þær að markmið atvinnuuppbyggingar á svæðinu ætti einkum að tengjast verðmætum störfum í atvinnugreinum sem ekki gera kröfur til mikils fjölda starfsmanna.
Einnig að samkeppnishæfni flugvallarsins hvað varðar hraðflutningaþjónustu og vöruflutninga er lakari en samanburðarflugvallanna sem nemur 5 – 9% einkum vegna hærri lendingargjalda og þjónustugjalda.
Þá segir í niðurstöðunum að um 7 prósent af heildarkostnaði eru gjöld sem hið opinbera hefur áhrif á með verðlagningu sinni á vellinum.
Ljóst sé að ákvarðanataka um nýtingu á núverandi varnarsvæði hafi bein áhrif á uppbyggingu nærsvæða utan núverandi girðingar.
Hestu niðurstöður skýrslunnar eru m.a. þær að markmið atvinnuuppbyggingar á svæðinu ætti einkum að tengjast verðmætum störfum í atvinnugreinum sem ekki gera kröfur til mikils fjölda starfsmanna.
Einnig að samkeppnishæfni flugvallarsins hvað varðar hraðflutningaþjónustu og vöruflutninga er lakari en samanburðarflugvallanna sem nemur 5 – 9% einkum vegna hærri lendingargjalda og þjónustugjalda.
Þá segir í niðurstöðunum að um 7 prósent af heildarkostnaði eru gjöld sem hið opinbera hefur áhrif á með verðlagningu sinni á vellinum.
Ljóst sé að ákvarðanataka um nýtingu á núverandi varnarsvæði hafi bein áhrif á uppbyggingu nærsvæða utan núverandi girðingar.