Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framtíðarfyrirkomulag slökkviliða rædd
Fimmtudagur 14. október 2010 kl. 08:35

Framtíðarfyrirkomulag slökkviliða rædd


Sameining slökkviliða Brunavarna Suðurnesja og Sandgerðis hefur verið til umræðu um nokkurn tíma og var skipaður vinnuhópur í síðustu viku til að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag brunavarna á svæðinu. Er hópnum ætlað að skila tillögum fyrir 1.desember næstkomandi.

Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði, á sæti í vinnuhópnun. Að hennar sögn er verið að skoða hvaða kostir eru hagkvæmastir með tilliti til öryggis og kostnaðar.  Vinnuhópurinn mun fara yfir kosti og galla annars vegar af því að sameinast og hins vegar með auknu og nánara samstarfi slökkviliða. Verði ekki af sameiningu er ljóst að slökkviliðin muni a.m.k efla með sér samstarf í framtíðinni, að sögn Sigrúnar. Þá muni slökkvilið Keflavíkurflugvallar hugsanlega koma þar inn í enda hafi hlutverk þess breyst við brotthvarf varnarliðsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024