Framtíð Keflavíkurflugvallar skoðuð
Sveitarfélög á suðurnesjum, Fjárfestingastofa og varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins vinna ásamt belgískum ráðgjöfum að hugmyndum um að nýta varnarsvæðið á Miðnesheiði undir starfsemi tengda alþjóðaflugvellinum eftir að herstöðinni verður lokað. Fréttavefurinn ruv.is greinir frá þessu í kvöld.
Á ruv.is segir enn fremur að upplýsingaöflun og undirbúningi að frekari athugunum ætti að ljúka í september að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Í framhaldinu er hægt að kanna hagkvæmni mismunandi hugmynda um nýtingu svæðisins og finna erlenda aðila sem hefðu áhuga á að koma upp starfsemi sem þarf á nálægð við flugvöll að halda. Þá er verið að kanna hvaða tækifæri felist í nýtingu húsnæðisins á vallarsvæðinu.
www.ruv.is