Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framtíð Jóhanns enn óráðin
Miðvikudagur 2. apríl 2008 kl. 13:34

Framtíð Jóhanns enn óráðin

Engin endanleg niðurstaða fékkst um framtíð Jóhanns R. Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, á fundi hans með Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, í gær og er því enn óvissa um málið, samkvæmt heimildum MBL frétta sem greina frá þessu í morgun.

Jóhann mun enn vera starfandi, en ljóst er að hann mun ekki taka þátt í að aðskilja embætti lögreglu- og tollstjóra eins og ráðherra hefur boðað, segir MBL.
Jóhann mun hafa sent samstarfsfólki sínu tölvupóst í gær þar sem hann gerir því grein fyrir stöðu mála.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024