Framtíð heilbrigðisþjónustu skiptir máli
Íbúar Reykjanesbæjar hvattir til að taka þátt í könnun.
	Mikilvægt er að rödd íbúa heyrist þegar ákvarðanir verða teknar um aðkomu sveitarfélagsins um stjórn og rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja/heilsugæslunnar.  Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ. Nú stendur yfir rafræn könnun um málið og stendur til 31. mai næstkomandi.
	
	Á heimasíðu Reykjanesbæjar er vefslóð sem vísar á kosninguna og einnig er hægt á kjósa á kjornet.is. Öll svör í könnuninni eru nafnlaus og órekjanleg.
	
	
	
	
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				