Framsóknarmenn vilja fund um málefni GGE
Guðni Ágústsson og Birkir J. Jónsson, þingmen Framsóknarflokksins á Alþingi, hafa sent út tilmæli til formanna Iðnaðar- og Félagsmálanefnda Alþingis að nefndirnar verði kallaðar saman á sameiginlegan fund til að ræða breytingar á eignarhaldi Geysis Green Energy í Reykjanesbæ.
Þær þurfi að skoða í ljósi lögbundinna verkefna sveitarfélaga og einnig þarf að fara fram almenn endurskoðun lagarammans auk mats á þeim breytingum sem breytingar á eignarhaldi orkufyrirtækja kunna að hafa í för með sér.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa fjárfestingabankinn Goldman Sachs og athafnaskáldið Ólafur Jóhann Ólafsson gert tilboð í 8,5% hlut í GGE, sem er annar stærsti hluthafinn í Hitaveitu Suðurnesja.
Þær þurfi að skoða í ljósi lögbundinna verkefna sveitarfélaga og einnig þarf að fara fram almenn endurskoðun lagarammans auk mats á þeim breytingum sem breytingar á eignarhaldi orkufyrirtækja kunna að hafa í för með sér.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa fjárfestingabankinn Goldman Sachs og athafnaskáldið Ólafur Jóhann Ólafsson gert tilboð í 8,5% hlut í GGE, sem er annar stærsti hluthafinn í Hitaveitu Suðurnesja.