Framsóknarjaxlar heimsækja Víkurfréttir
 Bjarni Harðarson, frambjóðandi í prófkjöri Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi, kom við á skrifstofum Víkurfrétta í morgun, en hann er á yfirreið um Suðurnesin til að kynna sig og málefni sín.
Bjarni Harðarson, frambjóðandi í prófkjöri Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi, kom við á skrifstofum Víkurfrétta í morgun, en hann er á yfirreið um Suðurnesin til að kynna sig og málefni sín.
Bjarni, sem býður sig fram í annað sætið, sagði prófkjörið leggjast vel í sig og sagðist geta styrkt listann í kynningu enda gamalreyndur fjölmiðlamaður, eigandi og fyrrum ritstjóri Sunnlenska Fréttablaðsins.
Mynd: Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta, Bjarni Harðarsonm, frambjóðandi, og Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri.
Ljósmynd: Þorgils Jónsson


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				