Framsóknarfólk í heimsókn
Tveir frambjóðenda Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, þau Birgir Þórarinsson úr Vogum og Bryndís Gunnlaugsdóttir úr Grindavík heimsóttu skrifstofur Víkurfrétta og ræddu við starfsfólk. Þau skipa 3. og 4. sæti listans í kjördæminu.
Bryndís og Birgir fóru m.a. yfir eitt helsta kosningamál flokksins sem er 20% leiðrétting á höfuðstól lána. Þau styðja áframhaldani uppbyggingu atvinnu í Helguvík og nefndu í þessari heimsókn fleiri mál sem þau vilja vinna að. Hluti starfsmanna Víkurfrétta hlustaði á málflutning dúettsins og spurði þau spjörunum úr.