Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framsóknar- og sjálfstæðismenn ræða meirihlutamyndun í Grindavík
Mánudagur 31. maí 2010 kl. 09:39

Framsóknar- og sjálfstæðismenn ræða meirihlutamyndun í Grindavík


Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ræða nú meirihlutamyndun í Grindavík. Sjálfstæðisflokkur var með tvo menn en tapaði einum í kosningunum á laugardaginn. Framsókn fékk þrjá fulltrúa kjörna, bætti við sig manni og hafði því umboðið til meirihlutamyndunar.

„Við tökum þessu rólega og niðurstaðan verður ljós á næstu dögum. Viðræðunum miðar vel áfram og vonandi náum við saman í vikunni. Við leggjum áherslu á að fara vel yfir þau mál sem ekki eru eins í stefnum flokkanna. Öll mál verði leyst áður en meirihlutinn verður myndaður svo samstarfið endist út allt kjörtímabilið. Við viljum því gefa okkur góðan tíma í viðræðurnar og fara vandlega yfir málin,“ sagði Bryndís Gunnlaugsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Grindavík þegar VF hafði samband við hana í morgun.

VFmynd/elg – Bryndís Gunnlaugsdóttir, oddviti Framsóknar í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024