Framsókn sigurvegari í Reykjanesbæ - meirihlutinn bætti við sig
Meirihluti Reykjanesbæjar styrkti stöðu sína í sveitarstjórnarkosningunum Reykjanesbæ en kjörsókn hefur aldrei verið lægri og var aðeins 47,4%.
Litlar breytingar urðu frá fyrstu tölum. Framsóknarflokkurinn er sigurvegari kosninganna í Reykjanesbæ og bætti við sig manni. „Við erum ákaflega þakklát með árangurinn og að meirihlutinn haldi sem hann gerði og gott betur. Framboðin þrjú sem mynda síðasta meirihluta töluðu saman fyrir kosningarnar og munu gera það núna eftir kosningar,“ sagði Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins.
Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar sagði ánægjulegt að meirihlutinn héldi og bætti við sig manni. „Meirihlutinn lagði verk sín í dóm og bæjarstjórann og fékk góða niðurstöður,“ sagði Friðjón.
Atkvæðin féllu þannig:
D-listi Sjálfstæðisflokks 28,1 - 1.908 atkvæði - 3 bæjarfulltrúar
S-listi Samfylkingar 22,1% - 1.500 atkvæði- 3 bæjarfulltrúar
B-listi Framsóknarflokks 22,6% - 1.536 atkvæði - 3 bæjarfulltrúar
Y-listi Beinnar leiðar 12,8% - 870 atkvæði - 1 bæjarfulltrúi
U-listi Umbótar 8,4% - 572 atkvæði - 1 bæjarfulltrúi
P-listi Pirata 4,2% - 275 atkvæði
M-listi Miðflokks 1,8% - 122 atkvæði
Auðir seðlar voru 139 og ógildir 27.