Framsókn eykur aðgengið að kjörnum bæjarfulltrúa
Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ hefur brugðið á það ráð að bjóða upp á viðtalstíma með Eysteini Jónssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins fyrir A-listann. Viðtalstímarnir eru alla fimmtudaga frá 10-12 í félagsheimili Framsóknarflokksins að Hafnargötu 62 í Reykjanesbæ. „Við teljum að það sé nauðsynlegt að gefa fólki tækifæri til að koma sínum hugðarefnum að þeim sem eru kjörnir fulltrúar þeirra,” sagði Eysteinn Jónsson. Fyrstu viðtölin eru á morgun en hægt er að panta viðtalstíma á heimasíðu Framsóknarflokksins í Reykjaensbæ, www.xbreykjanesbaer.is. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að tölvu er hægt að hringja í Eystein í síma 864 0807 og panta tíma.