VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Framlög til fræðslumála hækka um 120 milljónir í fjárhagsáætlun
Fimmtudagur 5. nóvember 2009 kl. 10:47

Framlög til fræðslumála hækka um 120 milljónir í fjárhagsáætlun


Rekstrarniðurstaða A-hluta hjá Grindavíkurbæ í rekstraráætlun næsta árs breytist um 246,7 milljónir í mínus frá endurskoðaðri áætlun ársins 2009.  Framlög til fræðslu- og uppeldismála verða 120,8 milljónum hærri í í endurskoðaðri áætlun 2009. Skýrist það helst af því að nýr Hópsskóli kemur inn í reksturinn.

Forstöðumenn helstu rekstrareininga bæjarins funduðu með bæjarráði í gær vegna fjárhagsáætlunar næsta árs. Framlögð áætlun byggir á tillögum og óskum frá forstöðumönnum.

„Rekstrarniðurstaða A-hluta er tap að fjárhæð 299,1 milljón króna og er það breyting um 246,7 milljónir frá endurskoðaðri áætlun ársins 2009. Helstu skýringar eru þær að fræðslu- og uppeldismál eru 120,8 milljónum hærri en í endurskoðaðri áætlun 2009. Munar þar mestu um að Hópsskóli er að koma inn í rekstur í fyrsta skipti.
Auk þess er áætlun fjármunatekna fyrir árið 2010 mun lægri en áætlun fyrir árið 2009 gerir ráð fyrir. Breyting er 171,3 milljónir.
Rekstur B-hluta stofnana er nokkuð í samræmi við fyrri ár og er rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningsskilum tap að fjárhæð 348,8 milljónir kr. en eins og áður munar þar mestu um taprekstur á Hafnarsjóði," segir í bókun meirihlutans frá fundinum í gær.

Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Í framhaldi af þeim fundi munu fulltrúar allra lista koma saman til vinnufunda um fjárhagsáætlunargerð næsta árs samkvæmt vinnufyrirkomulagi sem bæjarstjóri og fjármálastjóri leggja fyrir.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25