Framlínan fékk kleinur
„Í þessu öllu saman má ekki gleyma að minnast á þessa “litlu” hluti sem skipta okkur svo miklu máli, að finna fyrir samtakamætti allra er magnað.“ Þetta skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook síðdegis.
„Stelpurnar í 4.flokk RKVN hafa verið að steikja kleinur alla helgina til að fjármagna utanlandsferð sem þær eru að fara í næsta sumar ![]()
![]()
Þær kleinur sem voru umfram pantanir, fóru þær með og gáfu okkar framlínufólki sem standa vaktina fyrir Grindvíkinga á þessum tímum ![]()
“
Á myndinni má sjá þær Dórótheu Sjöfn, Margréti Viktoríu og Kristrúnu Ýr fyrir hönd RKVN.
„Takk fyrir okkur kæru stelpur og gangi ykkur vel í boltanum ![]()
,“ skrifar lögreglan.






