Framlengja samningi við Hollvini Unu
Hollvinir Unu í Sjólyst í Garði hafa óskað eftir að samningur við sveitarfélagið Garð um að Hollvinir hafi Sjólyst til umráða verði framlengdur til ársins 2017, en gildandi samningur rennur út í júní 2014.
Samþykkt var samhljóða í bæjarráði Garðs að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við
Hollvini Unu í Sjólyst til ársins 2017. Samningurinn verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar.