Framlengja kjarasamning
Starfsmannafélag Suðurnesja og Launanefnd sveitarfélaga skrifuðu fyrir helgi undir framlengingu á kjarasamningi aðila til 31. ágúst 2009. Samkomulagið felur m.a. í sér að ný launatafla tekur gildi frá 1. desember s.l. og samkvæmt henni hækka launataxtar um 20.300 krónur. Launaviðbætur sem heimilaðar voru tímabundið 28. janúar 2006 hefur einnig verið bætt inn í launatöflu og orlofs-og persónuuppbætur hækka.
Samkomulagið verður kynnt félagsmönnum mánudaginn 15. desember.