Framleiðsla á gæðasalti úr jarðsjó
Verkefnið "Gæðasalt úr jarðsjó" hlaut verkefnisstyrk frá Tækniþróunarsjóði sem úthlutað var í desember síðastliðnum. Að verkefninu standa Agnir ehf, Keilir, Matís ohf og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Verkefnið felst í framleiðslu á salti úr jarðsjó á Reykjanesi en þar falla til árlega um 15 milljón rúmmetrar af 200 0°C heitum jarðsjó sem inniheldur um 500 þúsund tonn ýmissa salta. Saltið er framleitt með eimingu og krystöllun með nýrri aðferð sem gefur af sér stóra krystalla sem eru nothæfir til fisksöltunar. Árleg notkun á fiskisalti á Íslandi er um 50 þúsund tonn svo hægt er að fullnægja tífaldri þörf markaðarins með þessari framleiðslu.
Matís sér um tilraunir með fisksöltun úr saltinu og verður það gert í samráði við fiskverkendur á Suðurnesjum. Niðurstöður úr verkefninu verða kynntar í lok verkefnisins á þessu ári. Verkefnisstjóri er Egill Þórir Einarsson, starfsmaður Keilis og Agna. AVS, rannsóknarsjóður í sjávarútvegi styrkir einnig verkefnið.