Framleiða kryddsölt úr íslenskum jurtum
- Urta Islandia opnar í Reykjanesbæ
Urta Islandica mun vera með foropnun á verslun sinni við Básveg 10 í Reykjanesbæ. Gestum og gangandi gefst kostur á því að skoða húsnæði þeirra ásamt því að smakka vörur sem fyrirtækið framleiðir á laugardag og sunnudag næstkomandi.
Urta Islandica ehf. er hafnfirskt fyrirtæki sem hefur flutt hluta framleiðslu sinnar úr Hafnarfirði að Básveginum en þar mun fara fram pökkun og framleiðsla á kryddsöltum ásamt því að sultuframleiðslan þeirra mun færast hingað á haustdögum. Allar vörur Urta eru handpakkaðar, kryddsöltin eru unnin úr íslenskum jurtum og berjum er blandað við salt frá Norðursalti.
Urta Islandica framleiðir einnig jurtate úr íslenskum jurtum, sultur og sýróp þar sem uppistaðan eru íslenskar jurtir og lífrænt hráefni. Þessar vörur verða til sölu í verslun þeirra í Reykjanesbæ.