Framkvæmt fyrir hátt í 22 milljarða
Reiknað er með að framkvæmt verði hátt í 22 milljarða króna í framkvæmdum tengdum Reykjanesbæ á þessu ári. Þar af munu ýmis verktakar framkvæma fyrir 7,5 milljarða. Norðurál áætlar 3,5 milljarða í framkvæmdir og Hitaveita Suðurnesja 3,7 milljarða, svo þeir stærstu séu nefndir. Þetta kom fram á framkvæmdaþingi Reykjanebæjar sem haldið var í gær.
Reykjanesbær áætlar að verja 960 milljónum til ýmissa framkvæmda á þessu ári. Á meðal þeirra er hlutdeild bæjarins við lagningu svokallaðrar þjóðbrautar, endurbygging götu og lagna á Suðurgötu, brygguhús Duushúsa og ýmsar nýframkvæmdir. 270 milljónum verður varið í viðhald gatna og 140 milljónir fara í annað viðhald, svo það helsta sé nefnt.
Norðurál hyggst fjárfesta fyrir 12-15 milljarða á þessu ári, mest vegna kaupa á búnaði. Heildarfjárfesting álversins í Helguvík er áætluð á bilinu 80 – 90 milljarðar. Þrír verktakar, ÍAV, Ístak og ÞG hafa boðið í framkvæmdir við kerskála og er áætlað að hefja þær í lok þessa árs. Framkvæmt verður á svæðinu í fyrir 3 – 4 milljarða á þessi ári, samvæmt því sem fram kom í máli fulltrúa Norðuráls.
Samkvæmt því sem kalla mætti „væntingatölur“ þá mun draga eitthvað úr einkaframkvæmdum miðað við síðastu tvö árin. Þær verða samt sem áður heldur meiri en árin 2004 og 2005. Reiknað er með meiri framkvæmdum á vegum Fasteignar/Reykjanesbæjar en á síðasta ári. Þar kemur til Hljómahöllin, bygging ráðhúss og bókasafns, nýr leikskóli Vesturbergs, þriðji áfangi Akurskóla og fleira.
Heildarframkvæmdir, samkvæmt „væntingastuðli“ eru áætlaðar svipaðar á milli ára í milljörðum talið og skiptast þannig:
Reykjanesbær 960
Fasteign 1900
Reykjaneshöfn 467
Vegagerðin 780
Flugmálastjórn 800
Landsnet 1000
Kadeco 1250
Hitaveita Suðurnesja 3700
Norðurál/Helguvík 3500
Ýmis verktakar 7500
Mynd/elg: Fjölmenni var framkvæmdaþinginu í gær.