Framkvæmdum við stálpípugerð flýtt
Forsvarsmenn stálpípufyrirtækisins IPT hafa gengið frá samkomulagi við Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn sem flýtir framkvæmdum við uppbyggingu stálpípuverksmiðju í Helguvík. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að framleiðsla muni hefjast á fyrsta ársfjórðungi 2005 en þorri starfsmanna verður ráðinn 6 mánuðum áður, eða á miðju næsta ári. Gert er ráð fyrir að um 200 manns starfi við verskmiðjuna í Helguvík.Í kjölfar ákvörðunar Reykjanesbæjar að flýta framkvæmdum við að gera lóð pípugerðarinnar tilbúna í Helguvík, og jákvæðra viðbragða fjármálastofnana við fjármögnun, hefur IPT ákveðið að stytta framkvæmdatíma við fjármögnunarlok verkefnis um 6 mánuði eða fram til okt/nóv á þessu ári. Þá er gert ráð fyrir að lóð sé tilbúin og framkvæmdir við byggingu hefjist. Samkvæmt þessu nýja samkomulagi er gert ráð fyrir að framleiðsla hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2005.
Gert er ráð fyrir að tæplega 2,3 milljón dollara tryggingafé verði lagt fram af hálfu IPT við fjármögnunarlok sem gildi fram að gangsetningu verksmiðjunnar. Yrði ekki af gangsetningu verksmiðjunnar væri Reykjaneshöfn heimilt að nýta féð til að greiða fyrir framkvæmdir við lóð. Upphaflega skyldi leggja fram tryggingu eða staðfestingarbréf fjármálastofnunar í lok maí n.k. sem gæfi þá heimild til að leggja fram tryggingaféð allt að ári síðar, eða í maí 2004. IPT hafði ekki talið þörf á að nýta þetta ákvæði, en biður nú um tíma fram í nóvember til að ljúka fjármögnun.
Með því að flýta framkvæmdum og ljúka fjármögnun á næstu 5 mánuðum er ekki talin þörf á fullum fresti og því fyrirhugað að afhending tryggingarfjárins geti orðið á sama tíma og uppbygging verksmiðjunnar hefst í október/nóvember á þessu ári.
Vefur Reykjanesbæjar greinir frá þessu.
Gert er ráð fyrir að tæplega 2,3 milljón dollara tryggingafé verði lagt fram af hálfu IPT við fjármögnunarlok sem gildi fram að gangsetningu verksmiðjunnar. Yrði ekki af gangsetningu verksmiðjunnar væri Reykjaneshöfn heimilt að nýta féð til að greiða fyrir framkvæmdir við lóð. Upphaflega skyldi leggja fram tryggingu eða staðfestingarbréf fjármálastofnunar í lok maí n.k. sem gæfi þá heimild til að leggja fram tryggingaféð allt að ári síðar, eða í maí 2004. IPT hafði ekki talið þörf á að nýta þetta ákvæði, en biður nú um tíma fram í nóvember til að ljúka fjármögnun.
Með því að flýta framkvæmdum og ljúka fjármögnun á næstu 5 mánuðum er ekki talin þörf á fullum fresti og því fyrirhugað að afhending tryggingarfjárins geti orðið á sama tíma og uppbygging verksmiðjunnar hefst í október/nóvember á þessu ári.
Vefur Reykjanesbæjar greinir frá þessu.