Framkvæmdum við göngustíga að ljúka
Framkvæmdum við göngustíga í Vogum fer að ljúka, en þær hafa staðið síðasta árið. Verktakafyrirtækið Rekan sá um verkið, en tilboð þeirra í verkið hljóðaði upp á 11.4 milljónir, eða rúmlega 71% af kostnaðaráætlun.
Nú er verið að bera toppefni í stígana og segir á heimasíðu Vatnsleysustrandarhrepps að malbikunarframkvæmdir fari í gang í næstu viku. Einnig er verið að undirbúa malbikun á Heiðargerði og Hafnargötu ásamt lagfæringu á kantsteinum og holum.
VF-myndir/Þorgils