Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdu úttekt á Reykjanesjarðvangi
Föstudagur 23. ágúst 2013 kl. 10:50

Framkvæmdu úttekt á Reykjanesjarðvangi

Tveir sérfræðingar á vegum European Geoparks Network (EGN) heimsóttu Reykjanes jarðvang 20.-24. júní sl. Þetta vou þeir Nickolas Zouros prófessor og yfirmaður landafræðideildar University of the Aegean í Mytilene í Grikklandi og forstöðumaður Lesvos Geopark, og José Brilha prófessor við University of Minho í Portúgal, stjórnarmaður í ProGEO (The European Association for the Conservation of the Geological Heritage) og meðlimur í vísindanefnd Arouca Geopark.

Skipulögð var þétt dagskrá fyrir þá um Reykjanesskagann þar sem þeir hittu stjórnendur allra sveitarfélaganna á svæðinu, forsvarsmenn fjölda stofnana, samtaka og fyrirtækja.

Heimsóknin er liður í umsókn Reykjanes jarðvangs um aðild að alþjóðaneti jarðvanga. Sérfræðingarnir vinna nú að skýrslu um jarðvanginn sem tekin verður fyrir á fundi samtakanna á Ítalíu í september. Þar munu forsvarsmenn jarðvangsins jafnframt kynna hann fyrir öðrum fundarmönnum.

Sú alþjóðlega viðurkenning sem Reykjanes jarðvangur sækist eftir með aðild að alþjóðlegum samtökum jarðvanga er talin skipta miklu máli varðandi uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu, markaðssetningu á svæðinu og fræðslu um jarðminjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024