Framkvæmdir við Útskála ganga vel
Framkvæmdir við menningarsetrið að Útskálum ganga vel og eru starfsmenn Braga Guðmundssonar í óða önn við að klára tréverk og skrautlista utan á gamla prestsetrinu, sem var reist árið 1889.
„Þetta er allt á mjög góðri leið,“ sagði Jón Hjálmarsson, formaður stjórnar Útskála, í samtali við Víkurfréttir. „Þetta er mjög gott handverk og við erum með mikla snillinga í þessu.Við erum að einbeita okkur að því að klára að utan og þegar því lýkur er hægt að snúa sér að framkvæmdum innanhúss.“
María Hauksdóttir, starfsmaður hússins er nú í óða önn að vinna að sýningunni sem verður á setrinu, en þar verður að finna muni og ýmsan fróðleik um prestsetrið að Útskálum. „Svo er meiningin að víkka þetta út,“ segir Jón. „Við munum þar safna upplýsingum um prestsetur landsins og eiga heimildir um þau og koma á framfæri á einum stað, bæði í rituðu máli og margmiðlunarformi.“
Jón segir erfitt að spá fyrir um verklok þar sem fjármunir muni ráða mestu þar um en þó sé óhætt að áætla að verkinu ljúki á þessu ári.
„Ef við getum haldið áfram óslitið ætti verkinu að ljúka með haustinu.“
Stærstu bakhjarlar Menningarsetursins eru Útskálasókn, Sveitarfélagið Garður, Sparisjóðurinn í Keflavík, Verkalýðsfélagið og Dacoda.
Þess má geta að Hollvinasamtök Menningarseturs að Útskálum var stofnað árið 2005, en þeir sem vilja frekari upplýsingar um þá starfsemi og fleira varðandi Menningarsetrið geta fundið slíkt á heimasíðunni utskalar.is.
„Þetta er allt á mjög góðri leið,“ sagði Jón Hjálmarsson, formaður stjórnar Útskála, í samtali við Víkurfréttir. „Þetta er mjög gott handverk og við erum með mikla snillinga í þessu.Við erum að einbeita okkur að því að klára að utan og þegar því lýkur er hægt að snúa sér að framkvæmdum innanhúss.“
María Hauksdóttir, starfsmaður hússins er nú í óða önn að vinna að sýningunni sem verður á setrinu, en þar verður að finna muni og ýmsan fróðleik um prestsetrið að Útskálum. „Svo er meiningin að víkka þetta út,“ segir Jón. „Við munum þar safna upplýsingum um prestsetur landsins og eiga heimildir um þau og koma á framfæri á einum stað, bæði í rituðu máli og margmiðlunarformi.“
Jón segir erfitt að spá fyrir um verklok þar sem fjármunir muni ráða mestu þar um en þó sé óhætt að áætla að verkinu ljúki á þessu ári.
„Ef við getum haldið áfram óslitið ætti verkinu að ljúka með haustinu.“
Stærstu bakhjarlar Menningarsetursins eru Útskálasókn, Sveitarfélagið Garður, Sparisjóðurinn í Keflavík, Verkalýðsfélagið og Dacoda.
Þess má geta að Hollvinasamtök Menningarseturs að Útskálum var stofnað árið 2005, en þeir sem vilja frekari upplýsingar um þá starfsemi og fleira varðandi Menningarsetrið geta fundið slíkt á heimasíðunni utskalar.is.