Framkvæmdir við tjarnarbakkann
Framkvæmdir við Vogatjörn hafa staðið yfir undanfarnar vikur en verið er að endurgera norðurbakkann meðfram Hafnargötunni. Tjörnin er á náttúruminjaskrá og megin hluti hennar er óröskuð með náttúrulegum votlendisgróðri, sem er t.d. mjög mikilvægur í náttúrufræðikennslunni við Stóru-Vogaskóla.
Unnið er að hleðslu grjótgarðs við tjarnarbakkann og er honum ætlað að mynda skemmtilega umgjörð um göngustíginn sem þarna er.
Þá er einnig vert að geta þess að ekki alls fyrir löngu var veglegum upplýsingaskiltum komið fyrir við tjörnina. Á þeim er ýmis fróðleikur um fuglategundir, gróðurfar og örnefni í nágrenningu.
Myndir/www.vogar.is