Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir við sundlaugina í fullum gangi
Mánudagur 13. september 2004 kl. 12:30

Framkvæmdir við sundlaugina í fullum gangi

Miklar endurbætur standa nú yfir á húsnæði Sundmiðstöðvarinnar í Keflavík.

Sundlaugin verður lokuð á meðan framkvæmdum stendur en m.a. verður skipt um yfirborð stéttarinnar við sundlaugina. Flísarnar þar voru farnar að láta verulega á sjá og verða fjarlægðar og þess í stað sett flotefni.

Þá verður skipt um þak á miðstöðinni og unnu smiðir á þakinu hörðum höndum þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið fram hjá í morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024