Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 11. september 2003 kl. 16:37

Framkvæmdir við Stálpípuverksmiðju samkvæmt áætlun

Bandaríska fyrirtækið International Pipe and Tube hefur samið við fyrirtækið Connell Finance Corporation um yfirumsjón með fjármögnun á fyrirhugaðri stálpípuverksmiðju í Helguvík. IPT hefur lagt fram staðfestingarbréf þessa efnis til Reykjanesbæjar og er það gert samkvæmt samningi sem gerður var um verkefnið. Árni Sigfússon bæjarstjóri segir að gott samstarf sé á milli forsvarsmanna Reykjanesbæjar og IPT, allt ferlið sé samkvæmt áætlun, en að hann vilji nú sem endranær fara varlega í að gefa yfirlýsingar. Gert er ráð fyrir að fjármögnun fyrirtækisins ljúki um áramót, á svipuðum tíma og lóðaframkvæmdum í Helguvík lýkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024