Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 20. ágúst 2002 kl. 16:18

Framkvæmdir við Stafnesveg fram úr áætlun

Heildarkostnaður við endurbyggingu Stafnesvegar í Sandgerði varð kr. 30.046.852.- og fór fram úr fjárhagsáætlun sem nemur viðbótarverkum kr. 1.665.147.- Gatan hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun þar sem skipt var um allar lagnir, gatan byggð upp að nýju, hún malbikuð og gangstéttar steyptar.Lagt er til í bæjarstjórn Sandgerðis að kostnaðarliður í endurbyggingu gatna verði hækkaður í fjárhagsáætlun um sem nemur umræddri krónutölu og tekið af liðnum ófyrirséð. Þetta var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn á dögunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024