Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir við sjóvarnargarða á Vatnsleysuströnd
VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 13. júlí 2017 kl. 15:30

Framkvæmdir við sjóvarnargarða á Vatnsleysuströnd

Framkvæmdir standa nú yfir við sjóvarnargarða á Vatnsleysuströnd en fræmkvæmdirnar eru á hendi Vegagerðarinnar, sem tók á sínum tíma yfir hlutverki Vita- og hafnarmálastofnunar. Bygging sjóvarnargarða er ákveðin á samgönguáætlun, þar sem m.a. er tekið tillit til tillagna og umsagna sveitarfélaga. Framkvæmdirnar munu kosta um 17 milljónir króna en sveitarfélagið greiðir 15% af kostnaðinum.

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga, segir að í ár verði framkvæmdir tvær, annars vegar verði unnið að úrbótum á garðinum nærri þéttbýlinu (Norður-Vogar) og hins vegar framhald byggingar nýs varnargarðs við Breiðagerði. „Á þeim slóðum hefur ágangur sjávar verið talsverður undanfarið, og því mikilvægt að verja landið með þessum varnargörðum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Framkvæmdirnar við sjóvarnargarðana eru unnar af Óskaverki ehf. Í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Víkurfrétta segir að ekki verði farið í aðrar framkvæmdir við sjóvarnargarða á Suðurnesjunum á þessu ári.


VF-mynd: Hilmar Bragi