Framkvæmdir við nýja lækningalind á lokastigi
Nú styttist í að tekin verði í notkun ný og glæsileg lækningalind þar sem veitt verður BLUE LAGOON psoriasis meðferð. Stefnt er að því að fyrstu gestir komi í meðferð um miðjan maí. Verið er að leggja lokahönd á allan frágang en eins og sést á myndinni mun nýja aðstaðan falla vel inn í náttúrulegt umhverfið líkt og Bláa Lónið - heilsulind.
Frétt og mynd af vef Bláa lónsins.