Framkvæmdir við nýja húðlækningastöð ganga vel
Framkvæmdir við nýja húðlækningastöð sem tekin verður í notkun í vor ganga vel. Hartmann Kárason, fasteignastjóri Bláa Lónsins hf, sem hefur umsjón með framkvæmdunum segir framkvæmdir vera samkvæmt áætlun. "Um þessar mundir er unnið við að reisa gistiálmu að þeirri vinnu lokinni verður baðálman reist og lokahönd lögð á þjónusturými. Áætlað er að frágangi að utan verði lokið fyrir 1. desember," segir Hartmann.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson