Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framkvæmdir við Nemendaíbúðir hefjast í mars
Föstudagur 11. febrúar 2005 kl. 12:00

Framkvæmdir við Nemendaíbúðir hefjast í mars

Fasteignafélagið Þrek ehf. hyggst reisa og reka nemendaíbúðir fyrir nemendur sem stunda munu nám við Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ og mögulega nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Í kjölfar auglýsingar Reykjanesbæjar eftir aðilum til eignar og reksturs á nemendaíbúðum sótti Þrek ehf. um byggingu og rekstur a.m.k. 72 leiguíbúða. Niðurstaða hefur verið kynnt í Umhvefis- og skipulagsráði og verður málið tekið til formlegrar afgreiðslu á næsta fundi.

Félagið hyggst hefja framkvæmdir strax og lóðir verða byggingarhæfar en gert er ráð fyrir að það verði í mars n.k. Þrek gerir ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar í september n.k. og aðrar 12 á skólaárinu. Í framhaldi er gert ráð fyrir að næstu 24 íbúðirnar verði tilbúnar á skólaárinu 2006-7 og síðustu 24 á skólaárinu 2007-2008 eða í samræmi við eftirspurn.

Í áætlun félagsins er gert ráð fyrir að samsetning íbúða í fyrsta áfanga verði 18 tveggja herbergja íbúðir og 6 þriggja herbergja íbúðir. Félagið hefur jafnframt látið gera grunnmyndir af fjölbýlishúsi sem samanstendur af einstaklingsherbergjum og verður það skoðað sérstaklega hvort ástæða sé til að reisa slíkar íbúðir.

Við stefnumörkun og útleigu hyggst félagið hafa náið samstarf við stjórnendur Íþróttaakademíunnar sem og Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Útleiga á íbúðum
Fasteignafélagið Þrek ehf. hefur fengið staðfestingu félagsmálaráðuneytisins á samþykktum félagsins til að reka leiguíbúðir þ.m.t. námsmannaíbúðir.

Leiguverð
Leiguverð á nemendaíbúðum Fasteignafélagsins Þreks ehf. er háð sömu skilyrðum og íbúðir Félagsstofnunar Stúdenta en í dag er leiguverð á 2 herbergja íbúð ca. 40m2 kr. 39.000 per. mán. og 3 herbergja íbúð 60 m2 kr. 53.000. Þessi verð eru til viðmiðunar á væntanlegu leiguverði sem þó mun taka mið af endanlegum byggingarkostnaði.

Af vef Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024