Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framkvæmdir við kísilverksmiðju United ganga vel
Miðvikudagur 29. júlí 2015 kl. 06:00

Framkvæmdir við kísilverksmiðju United ganga vel

Framkvæmdir United Silicon við byggingu kísilverksmiðju í Helguvík ganga vel.  Nú þegar er byrjað að setja saman ofninn þar sem kísilinn verður framleiddur.  Síðastliðinn föstudag var híft á sinn stað 40 tonna og 11 metra breitt snúningsborð sem er undir ofninum.  Þetta var vandasöm hífing enda þurfti einnig að snúa borðinu í sömu hífingu. Tveir stórir kranar frá DS- Lausnum, með 180 og 250 tonna lyftigetu, voru notaðir við verkið. Lyftinginn gekk vel og samkvæmt áætlun. 

United Silicon er nú þegar byrjað að ráða starfsmenn til rekstur við kísilframleiðslu.  Í byrjun júlí var auglýst eftir starfsmönnum og enn er hægt að sækja um en framleiðslan mun byrja á vormánuðum 2016.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024