Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framkvæmdir við Hofgerði í Vogum að hefjast
Sveitarfélagið Vogar.
Mánudagur 3. júlí 2017 kl. 10:32

Framkvæmdir við Hofgerði í Vogum að hefjast

Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist við endurgerð götunnar Hofgerðis í Sveitarfélaginu Vogum í annarri viku júlímánaðar. Um er að ræða uppgröft og jarðvegsskipti ásamt því að vatns og fráveitulagnir verða endurnýjaðar, gatan malbikuð og gangstéttin hellulögð. Samhliða munu veitufyrirtæki endurnýja og leggja lagnir.

Framkvæmdirnar munu hafa í för með sér einhverja röskun og truflun fyrir íbúa á meðan þeim stendur, en reynt verður að haga framkvæmdum þannig að óþægindi verði sem minnst. Verklok eru áætluð 30. september næstkomandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024