Framkvæmdir við Grindavíkurveg boðnar út
Í lok maí auglýsti Vegagerðin útboð vegna framkvæmda á Grindavíkurvegi. Um er að ræða gerð framúrakstursreina á veginum, breiddaraukningu í vegamótum við Seltjörn, lengingu fléttureina í vegamótum við Norðurljósaveg ásamt gerð hliðartenginga og stíga.
Fram kemur í auglýsingu útboðsins að framkvæmdum skuli ljúka að fullu 1. nóvember 2019.
Skila skal tilboðum 12.júní 2019 og sama dag verða tilboð opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska, segir á grindavik.is.