Framkvæmdir við einkasjúkrahús hefjast um áramót

Reiknað er með að framkvæmdir við gamla hersjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli hefjist um áramót og að það verði tilbúið um mitt ár. Stefnt er að því að fyrstu meðferðir á sjúkrahúsi Iceland Healthcare hefjist í ágúst á næsta ári, samkvæmt því sem Morgunblaðið greinir frá.
Boðið verður upp á sérhæfðar meðferðir á sjúkrahúsinu en sjúklingarnir koma erlendis frá. Talið er að starfsemin skapi allt að 300 störf.
Sjá frétt mbl.is hér


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				