FRAMKVÆMDIR VIÐ DUUS-HÚSIN GANGA HÆGT
Lítið hefur gengið við framkvæmdir á viðbyggingu Bryggjuhússins vegna skorts á vinnuafli. Menningar- og safnaráð telur nauðsynlegt að ráðist verði í að klára verkáætlanir ársins í Bíóhúsinu fyrir veturinn til að koma í veg fyrir skemmdir á því. Ráðið mun fara í vettvangsferð um Duus húsin á næstunni með kostnaðaráætlun og áfangaskiptingu í huga.