Framkvæmdir við D-álmu ganga vel
Framkvæmdir við D-álmu HSS ganga vel að sögn Jóhanns Einvarðssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar en gert er ráð fyrir að verkinu verði skilað 1. júlí nk. Þá á 1. og 2. hæð að vera tilbúin og pípulögnum og múrverki að vera lokið á 3. hæð. Gert er ráð fyrir að rishæðin verði þá einnig að mestu tilbúin en hún hýsir loftræstikerfi og geymslur.
„Fljótlega eftir að verktakinn skilar verkinu getum við tekið 1. hæðina í gagnið en þar verður góð aðstaða fyrir endurhæfingu, þ.e. sjúkra- og iðjuþjálfun. Á þeirri hæð verður einnig starfsmannaaðstaða og rannsóknarstofa sem flyst úr eldra húsnæðinu sem og ritarar. Þá verða einnig nokkur herbergi nýtt til að bæta aðstöðu starfsfólks. Þetta krefst ýmissa breytinga og lagfæringa á eldra húsnæðinu, sem hefjast í kjölfarið“, segir Jóhann.
Á 2. hæð verður legurými fyrir 24 sjúklinga í eins og tveggja manna herbergjum og aðstaða fyrir dagspítala eða göngudeild fyrir aldraða og aðra sem þurfa þjónustu stofnunarinnar vegna lyfjagjafar og endurhæfingar en geta dvalið á heimili sínu. Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna og ríkissjóðs verður þessi hæð ekki tekin í notkun fyrr en um mitt ár 2002.
Mynd: Jóhann Einvarðsson framkvæmdarstjóri HSS framan við D-álmuna.
„Fljótlega eftir að verktakinn skilar verkinu getum við tekið 1. hæðina í gagnið en þar verður góð aðstaða fyrir endurhæfingu, þ.e. sjúkra- og iðjuþjálfun. Á þeirri hæð verður einnig starfsmannaaðstaða og rannsóknarstofa sem flyst úr eldra húsnæðinu sem og ritarar. Þá verða einnig nokkur herbergi nýtt til að bæta aðstöðu starfsfólks. Þetta krefst ýmissa breytinga og lagfæringa á eldra húsnæðinu, sem hefjast í kjölfarið“, segir Jóhann.
Á 2. hæð verður legurými fyrir 24 sjúklinga í eins og tveggja manna herbergjum og aðstaða fyrir dagspítala eða göngudeild fyrir aldraða og aðra sem þurfa þjónustu stofnunarinnar vegna lyfjagjafar og endurhæfingar en geta dvalið á heimili sínu. Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna og ríkissjóðs verður þessi hæð ekki tekin í notkun fyrr en um mitt ár 2002.
Mynd: Jóhann Einvarðsson framkvæmdarstjóri HSS framan við D-álmuna.