Framkvæmdir við akbraut gætu valdið ónæði vegna flugumferðar yfir byggð
Framkvæmdir standa nú yfir vegna nýrrar 1200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Brautin tengir saman flughlað Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar við flugbraut til að bæta flæði og öryggi flugbrautarkerfisins á Keflavíkurflugvelli. Loka þarf núverandi kerfi á tveimur stöðum vegna jarðvinnu og malbikunar. Gert er ráð fyrir að það vari frá klukkan 9:00 að morgni þriðjudagsins 17. maí til kl. 18:00 síðdegis miðvikudaginn 18. maí. Það þýðir að á þessu tímabili gæti þurft að beina flugi yfir Reykjanesbæ og nærliggjandi íbúðasvæði flugvallarins.
Íbúum er bent á hljóðmælingakerfið á vef Isavia þar sem hægt er að koma athugasemdum á framfæri um ónæði vegna flugumferðar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				