Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framkvæmdir við aðalinngang HSS
Mánudagur 30. júní 2014 kl. 09:46

Framkvæmdir við aðalinngang HSS

Fasteignir ríkissjóðs hefja um nú um mánaðarmót framkvæmdir við aðalinngang Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þar verða stéttar endurnýjaðar með hitalögnum og nýju yfirborði auk þess sem bílastæði fyrir hreyfihamlaða verða bætt. Lok framkvæmda eru áætluð hinn 1. september en að þessu loknu verða allar umferðarleiðir inn á lóð HSS upphitaðar.

Óhjákvæmilega verður nokkuð rask á aðkomu að stofnuninni á meðan framkvæmdum stendur en viðskiptavinir og skjólstæðingar eru beðnir um velvild og biðlund þangað til úr rætist, segir á vef HSS.

Allar nánari upplýsingar má fá í afgreiðslu HSS eða inn á vefnum www.hss.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024